WCGW

WCGW, sem stendur fyrir World Class Gym Wear, er samstarfsverkefni heilsuræktarkeðjunnar World Class Iceland og fatamerkisins Reykjavik Roses. Reykjavik Roses samanstendur af eigendunum Arnari Leó Ágústssyni og Hlyni Hákonarsyni en merkið var stofnað árið 2015. Reykjavik Roses hafa m.a. gert samstarfslínu með Converse og voru í samstarfi við Smash í tvö ár.

WCGW hefur verið hugmynd í nokkur ár en fatalínan er innblásin af fatalínu World Class frá árinu 1988 sem bar heitið World Class Gym Wear. Logoið, sniðin og hönnunin er því í takt við það en WCGW var hannað af þeim Arnari og Hlyni og unnið í samstarfi við Björn Boða Björnsson og Birgittu Líf Björnsdóttir hjá World Class. Fötin eru framleidd í Los Angeles í verksmiðju með mjög háa staðla, með vinnuafli sem fær heiðarlega borgað og er einungis notast við heavyweight endurunna bómull sem er saumað í og silkiprentað. WCGW kemur út í takmörkuðu upplagi.